Baldur Jó · @vatnsaeta
17 followers · 13 posts · Server xn--lofll-1sat.is

Er 31 árs gaur úr Breiðholtinu unnið með fatlaða einstaklinga undanfarinn áratug. Tónlistasmekkur mest old-school rokktónlist. Rek heimspekikaffið "Heimspeki Café", áhuga á allskonar nördaskap og líka heilalausu afþreyingarefni þegar sá gállinn er á mér.
Hundaeigandi og áhuga á flestu sem því tengist.
Já...held þetta sé ágætis kynning á mér.

#IslMasto #Kynning #islenska

Last updated 2 years ago

Tímalínurnar á Mastodon virka stundum flóknar en ef þú ert að byrja hérna núna myndi ég segja þetta:

Mastodon snýst um að efla heimalínuna þína. Staðværu og sameiginlegu tímalínurnar hjálpa þér að finna fólk til að fylgja, það fólk hjálpar þér að finna fleiri.

Efnisorð (#) eru mikilvæg. Þú getur fylgt efnisorðum til að efla heimalínuna þína. Um leið finnur þú áhugavert fólk til að fylgja.

Notaðu (en ofnotaðu ekki) efnisorð þegar þú skrifar færslur.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Hljóðlaus mp4 skrá er túlkuð sem gif af Mastodon.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Eitt það mikilvægasta við að láta Mastodon og Fediheiminn ganga eru endurvarparar.

Þinn vefþjónn veit af öllum sem notendur þar fylgjast með og þú sérð þær færslur með því að kíkja á sameiginlegu tímalínuna.

Endurvarparar tengja saman heilu vefþjónana. Vefþjónn sem er áskrifandi að endurvarpara sér og birtir efni frá öllum þeim vefþjónum sem er endurvarpað þar.

Loðfíll og Kommentakerfið tengjast með endurvarpara sem mun vonandi í framtíðinni tengjast fleiri íslenskum vefþjónum.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Ég hef stundum lent í veseni með að svara fólki á Loðfílpunkturis í @Tusky (Android) af því það túlkaði íslensku stafina ekki sem hluta af slóðinni.

Áðan uppfærði ég forritið og sá að þetta er ekki lengur vandamál. Það var alltaf yfirstíganlegt með því að skrifa handvirkt lodfill.is en það var þreytandi.

Ef þið eruð á Loðfílpunkturis og með Android þá væri gaman að vita hvort það sé vesen að skrá sig inn á Tusky notandi séríslensku stafina.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Myllumerkin eru öflugt tól. Þau eru leið til að gera færslur leitarbærar, til að fylgjast með áhugaverðu efni og til að loka á það sem þú vilt forðast.

Þau gefa færslum framhaldslíf. Þið getið núna notað myllumerkið hér að neðan til að finna eldri umræðu um Mastodon á íslensku. Þannig eruð þið líka að safna í sarpinn, fyrir ykkur sjálf og aðra.

Það að geta breytt færslum er mikilvægt út af stafsetningarvillum en það gefur okkur líka tækifæri til að myllumerkja færslurnar eftir á.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Ég fór á þýðingarverkefni Mastodon áðan á Crowdin og lagði til breytingar á þýðingunni "suspend" sem er núna "í bið" en ég vil nota "loka" í staðinn. Mér þætti gott að fá einhvern stuðning þar.

Mér þykir "bið" gefa mjög villandi mynd af því sem felst í "suspend".

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Ef þið eruð svo lánsöm að geta séð af fjármunum tímabundið (skattfrádráttur) þá er þetta tilvalinn dagur til að skoða almannaheillaskrá: skatturinn.is/atvinnurekstur/s 🎗️ 🇮🇸

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Magnús Sigurðsson · @sigurdsson
33 followers · 18 posts · Server mastodon.cloud

Ef þið eruð svo lánsöm að geta séð af fjármunum tímabundið (skattfrádráttur) þá er þetta tilvalinn dagur til að skoða almannaheillaskrá: skatturinn.is/atvinnurekstur/s 🎗️ 🇮🇸

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Fólk má endilega nota til að láta okkur vita hver þið eru. Ég er ekki endilega mannglöggur. Þið eruð ekki með sömu myndir og á gamla staðnum og margir heita mjög svipuðum eða bara sömu nöfnunum.

Þið megið líka nota fasta þráðinn hjá @islendingur til að kynna ykkur og finna fólk.

#kynning #IslMasto

Last updated 2 years ago

Áslaug Birna · @Aslaugbirna
85 followers · 16 posts · Server xn--lofll-1sat.is

Er einhver áhugi fyrir því að sjá hvað ég geri í rækt/crossfit? Smá pepp og hugmyndir að æfingum. Eða eruði kannski öll bara alltaf heima í tölvunni? (Ég er ekki pro btw er bara average)

#islcrossfit #islendingatwitter #islenska #IslMasto

Last updated 2 years ago

Eitt af mörgu sem mér líkar við Mastadon er möguleikinn á að stjórna hvernig myndir birtast í tímalínum.

Eftir að hafa hlaðið inn myndinni smellið þið á breyta. Þar sjáið þið að það hringur, hálfgert kastljós á myndina. Ef þið hreyfið þennan hring getið þið stjórnað hvernig myndin birtist.

Þið getið líka sett inn texta fyrir sjónskerta þar sem þið lýsið myndunum.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

@veturnoa @regn

Snöggt ráð, þegar þú setur inn myndir getur þú stjórnað hvaða hluta myndarinnar Mastodon velur þegar hún er að setja myndina í tímalínufærslur.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

@Hermigervill

Ekki alltaf en endurbirting skiptir meira máli en retweet á Twitter. Ef þú vilt að fólk sjái eitthvað þá er endurbirting málið.

Eftirlæti/Favorite gerir lítið fyrir sýnleika.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Það er hægt að slökkva á hljóðinu sem Mastodon spilar þegar það koma nýjar tilkynningar.

Farið inn á Tilkynningar og smellið á stillingartáknið efst í hægra horninu. Það eru margir möguleikar þar varðandi hvort og hvenær eigi að spila hljóð með tilkynningum.

@Hermigervill

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Hafið þið prufað að nota minnispunkta um notendur á Mastodon? Lítur út fyrir að vera ákaflega gagnlegt.

Fólk heitir oft svo svipuðum nöfnum og síðan skiptir það um prófílmynd.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Ef þið hafið spurningar um Mastodon þá er bara að spyrja, til dæmis hér.

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Það er að streyma inn nýtt fólk á Mastodon.

Ef þið viljið kynna ykkur og kynnast fólk sem er íslenskt eða tengist Íslandi mæli með að svara þræðinum hjá @islendingur.

Myllumerkin hér að neðan hjálpa ykkur líka að finna íslenskt efni.

Ég er með tvo aðganga, einn á ensku og síðan þennan. Ég mæli frekar með þessum en ég er frábær á öllum tungumálum.

#IslMasto #islenska

Last updated 2 years ago

@Helgaben

Ef við erum að nota orð sem eru ekki þýdd er reyndar gott að hafa isl fyrir framan. Sem dæmi væri .

#IslMasto

Last updated 2 years ago

Ef ykkur finnst þið sjá of mikið af efni á tungumálum sem þið skiljið ekki þá ættuð þið endilega að kíkja á Kjörstillingar > Annað og finna möguleikann "Sía tungumál".

Þar getið þið valið tungumál sem þið viljið sjá og þá munu hin sjálfkrafa hverfa. Ég er með hakað við ensku, öll norrænu tungumálin, þýsku og, í bjartsýniskasti, hollensku.

#IslMasto #íslenska

Last updated 2 years ago