Er 31 árs gaur úr Breiðholtinu unnið með fatlaða einstaklinga undanfarinn áratug. Tónlistasmekkur mest old-school rokktónlist. Rek heimspekikaffið "Heimspeki Café", áhuga á allskonar nördaskap og líka heilalausu afþreyingarefni þegar sá gállinn er á mér.
Hundaeigandi og áhuga á flestu sem því tengist.
Já...held þetta sé ágætis kynning á mér.
Jæja, ég er búinn að lurka hérna nógu lengi. #kynning
Hæ, ég heiti Haukur og ég er pólitískur flóttamaður af Twitter, þaðan sem sum ykkar kannast kannski við mig. Ég er tölvunarfræðingur en vinn í Nexus. Það átti að vera tímabundið en er orðið lengsta starfið mitt. Fjölsviðanörd, kattaunnandi, -eigandi og sveifludans(kenn)ari, en mun eflaust aðallega nýta þennan vettvang til að nöldra yfir stjórnmálum og þykjast vera fyndinn. Boosta grimmt en fave'a mjög sparlega (sko, ég kann lingóið).
Hæ ég 45 ára Akureyringur, með sveinspróf í rafvirkjun, BSc í viðskiptafræði og starfa sem verkamaður í frystihúsi. Áhugamaður um sagnfræðilegt efni, fánýtan fróðleik og spurningakeppnir, einnig stöku fimmaurabrandara.
Held mig yfirleitt til hlés í samkvæmum
@islendingur (Var að færa mig á loðfílinn og birti bara kynninguna aftur) Bý í Rvík, upprunalega úr sveit samt. Vinn í leikhúsi, hef áhuga á alls konar nördaskap. Á kærustu, son, stjúpdætur og stjúpkisur (sem kærastan á). Nennti aldrei neinu á Twitter og nenni örugglega aldrei neinu hér heldur, en hér er ég nú samt. #kynning
#Kynning @islendingur
Ég er 45 ára myndlistarman og kaupmanns kona í versluninni Hjarta Reykjavíkur við göngugötuna Laugaveg. Ég elska ketti og á þrjá heima og er með einn í búðinni. Ég lifi bíllausum lífstíl og er femínisti.
#kynning Ég er (ekki týpísk) síðmiðaldra kona sem vill fylgjast með og hef sérlegan áhuga á alþjóða pólitík. Fæ dellur fyrir ölllu mögulegu og elska sci fi þætti og fantasíu bækur.
@islendingur #kynning Ég er (ekki týpísk) síðmiðaldra kona sem vill fylgjast með og hef sérlegan áhuga á alþjóða pólitík. Fæ dellur fyrir ölllu mögulegu og elska sci fi þætti og fantasíu bækur.
@islendingur Ég er 33 ára trans kona, leikjahönnuður, háskólakennari og mamma. Fíla loðfíla, borðspil, blekpenna og tölvuleiki.
Hef gefið út þrjá tölvuleiki (Triple Agent!, Out of the Loop og Sumer), lagað tvö gömul íslensk borðspil (Útvegs- og Hættuspilið), þýtt eitt spil (MicroMacro) og kennt þrjú ár í HR.
#Kynning #íslenska #íslendingar
#Kynning #íslenska #íslendingar
#Kynning - Hæ Loðfílar, ég er 37 ára þriggja barna faðir með brennandi áhuga á borðspilum þó að ég hafi nánast ekkert náð að spila síðan yngsta fæddist. Mitt helsta frægðarverk er að halda úti Borðspilaspjallinu á Facebook. Ég er húsgagnasmiður, en vinn á yfirfræsara við að fræsa úr plasti og sel spil í Nexus. Konan mín er aðstoðarritstjóri BÍN. Einu sinni lærði ég myndlist. Ég á yfir 500 borðspil.
#Kynning eða eitthvað? Heiti Sonja Margrét. Ég spurði mömmu þegar ég var lítil hvort ég var skírð Margrét af því ég grét svo mikið. Græt minna í dag. Er 29 ára, bý á Reyðarfirði og hef aldrei keyrt í Reykjavík eða á Akureyri af því ég kann það ekki.
Þórólfur Guðnason var barnalæknirinn minn þegar ég fékk heilahimnubólgu sem bébé. Hann hefði átt að pull the plug.
#kynning
Ég er listakona á mörgum sviðum, fyrst og fremst í tónlist en hef gaman af hverskyns sköpun. Bý í Reykjanesbæ (blóm og kransar afþakkaðir) en er úr Öræfasveit (5⭐ ef þú veist hvar á landinu hún er) og starfa við tónlistarkennslu og almennt skapelsi meðfram söngnum en ég er í nokkrum kórum og sönghópum ásamt því að vera líka bara ég á sviði svona inn á milli 😇 trúi ekki að ég sé bara í alvörunni þar í lífinu mínu að vakna á hverjum degi til að gera allt sem mér finnst skemmtilegast! 🙏
@islendingur
Best að ryðja þessu úr vegi, hér er #Kynning
Ég heiti Elísabet, stundum kallar fólk mig Ebet (gott) eða Beta (síðra). Ég er tölvunarfræðingur, forritari, varaborgarfulltrúi, pírati, shitposter, internetsælkeri, einhverf, ljósfælin, edgelord í bata og bara almennt frekar mikill lúði.
Ég vakna klukkan sjö um helgar, dæli inn efni og skil svo ekki hvers vegna ég fæ ekkert almennilegt engagement strax.
Pósta stundum Kisumyndum.
#kynning hæ loðfílar! Ég er 29 ára nemi í náttúru- og umhverfisfræði gift og barnlaus kisutilbiðjari. Náttúruvernd og jafnréttismál eru mér hvað hjartfólgnust. Hlakka til að sjá hvað loðfíllinn kemur til með að bera í skauti sér
Hæ nýi framandi heimur! Ég er fertug kona í samfélagsmiðlatilvistarkreppu, of kúl fyrir Facebook en samt háð því, náði aldrei að verða kúl á Twitter en elska að lesa það sem þið hin eruð að tísta og núna baula. Bókmenntafræðingur, vinn sem lektor í íslenskum samtímabókmenntum við HÍ, hinsegin að atvinnu og í frístundum, pósta eiginlega bara myndum af hundinum mínum og stundum konunni minni. Spennandi tímar framundan … #Kynning #firsttoot #íslendingar #hinsegin #bókmenntir
#bókmenntir #hinsegin #íslendingar #firsttoot #Kynning
#kynning Ernir hér!
Íslendingur búsettur í Hollandi, þó ég reyni að ferðast sem mest héðan.
Ég geri ráð fyrir trútta um tölvur, BDSM, hlutverkaspil, fantasíu(bækur) og bjór. Mögulega íslenska pólitík þegar hún gengur nógu mikið fram af mér.
Karl giftur konu, hinsegin samt. Þrír kettir, sjá sýnishorn á mynd!
#kynning Hæ! Ég er Guðrún Ósk fædd og uppalin í Keflavík, ég á 3 börn og er í námi!
Mitt goal í námi er að kryfja afbrotamenn/konur 🤷🏽♀️
Stefni að flytja út í betra nám í þeim geira!
Spennt að stúdera allavega þetta forrit, því ég hreinlega skil ekki neitt 🤷🏽♀️ ekki notað vafran svona mikið lengi eins og núna síðasta klukkkutímann!
@islendingur #Kynning
Hæ hó
Ég er Kolbrún, gift, þrítug mamma í Hlíðunum í Reykjavík. Er með BA í Uppeldis- og menntunarfræðum og er byrjuð á tveimur mastersgráðum. Ætla að klára einhverntíman. Starfa sem leikskólakennari. Hvað segir man meira í kynningum? Mynd? Þetta er mjög miðaldra og vandræðalegt tút.
#Kynning
Hæ, ég heiti Ragga og er 33 ára nýbúi á Dalvík. Ég er háðari samfélagsmiðlum en nikótíni. Ég elska fólk, í fjarlægð. Ég mikill lífs og líkamsmyndar peppari á Instagram og það vellur yfirleitt út úr mér nákvæmlega það sem mér finnst. Ég elska að syngja en þið fáið líklega ekki að sjá mig syngja einsöng því ég er of feimin en ég er í kvennakór. Ég er mjög prívat týpa svo meira fáiði ekki frá mér. Ást á forritið ❤️
Er eins og flest öll hér rétt að byrja, kann ekki neitt en vonandi kemur þetta fljótt - ásamt prófílmynd :) - #kynning upplifi mig þó sem einn af elstu loðfílunum :)