Jæja. Núna er hægt að finna opin gögn á JSON-sniði beint af Bókatíðindum.
Við Sonja bókakisa erum drullusvekktar yfir því að geta ekki horft á 9 season af The Expanse svo við ætlum að lesa 9 bækur af The Expanse. Vorum að byrja á bók no. 1. #bækur #scifi #JamesSACorey
Ótrúlega hressandi að lesa vel skrifað íslenskt scifi eins og Dáin heimsveldi. Er búin að lesa um fimmtung af bókinni og er mjög spennt að sjá hvert Steinar Bragi fer með söguna. Ég vona bara að hann sé all in alla leið. Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en þegar höfundar nota scifi element en það skín samt í gegn að þeim finnst scifi ekki nógu fínt genre. Ég er einhvern veginn alltaf með þennan varann á gagnvart íslenskum höfundum en sem betur fer bólar ekkert á þannig #bækur
Hey lúðar. Það er hægt að finna PDF-útgáfu af Bókatíðindum 2022 á https://www.bokatidindi.is/pages/um_bokatidindi
#bækur #jolabokaflodid #bokatidindi
Er bráðum að fara að setja undirsíðu inná Bókatíðindi undir nafninu „Opin gögn“.
#bokatidindi #bækur #jolabkokaflodid #opingogn
Hver er flottasta bókakápan í ár?
Má ég kynna Sonju lestrarkisu sem á hverjum helgarmorgni bíður eftir því að ég setjist í stólinn minn til að lesa. Þessa dagana erum við að lesa The World We Make eftir N.K. Jemisin sem fjallar um New York ef New York væri lifandi vera. Við elskum #bækur sem fjalla um ævintýralega hliðarveruleika borga og við elskum Jemisin þannig að við erum helsáttar. #kettir #scifi #NewYork
#NewYork #scifi #kettir #bækur
Þessa daganna er ég að lesa bækur úr seríunni The Invisible Library eftir Genevieve Cogman. Ég sá hana líklega fyrst á Goodreads þegar @bjorn gaf henni dóm.
Ég er bara á bók tvö þannig að ég get ekki dæmt um heildina en eins og er þá er þetta ennþá skemmtilegt. Höfundurinn er undir áhrifum Terry Pratchett.
Rafbókin er á örfáa dollara hjá Amazon.
#bækur #fantasíubækur #kvenhöfundar
Eru einhverjir fleiri bókanördar hérna búnir að liggja yfir Bókatíðindum? Fyrir hvaða bókum eruð þið spenntust? Ég er að vinna með Dáin heimsveldi eftir Steinar Braga, Farsótt eftir Kristínu Svövu, Saknaðarilm eftir Elísabetu Jökuls, Tól eftir Kristínu Eiríks, Máltöku á stríðstímum eftir Natöshu S og Skurn eftir Arndísi Lóu. Já, og svo auðvitað heildarsafn Sjóns. #bækur #bókatíðindi