Ásta Kristín · @astakben
7 followers · 3 posts · Server xn--lofll-1sat.is

Hæ nýi framandi heimur! Ég er fertug kona í samfélagsmiðlatilvistarkreppu, of kúl fyrir Facebook en samt háð því, náði aldrei að verða kúl á Twitter en elska að lesa það sem þið hin eruð að tísta og núna baula. Bókmenntafræðingur, vinn sem lektor í íslenskum samtímabókmenntum við HÍ, hinsegin að atvinnu og í frístundum, pósta eiginlega bara myndum af hundinum mínum og stundum konunni minni. Spennandi tímar framundan …

#bókmenntir #hinsegin #íslendingar #firsttoot #Kynning

Last updated 2 years ago