Operation pósta einni góðri #hinsegin #bók á dag fram að #Pride (eða eins mikið og ég nenni). Bók 4: On Earth We Were Briefly Gorgeous eftir Ocean Vuong. Ein besta bók sem ég hef lesið á síðustu árum. Hann skrifar svo ótrúlega fallega um tungumál, að hafa aðgang að tungumáli sem móðir hans hefur ekki, hvernig fegurð verður til eða tapast milli tungumála, að vera hinsegin innflytjandi og af verkalýðsstétt og svo margt fleira.
Operation pósta einni góðri #hinsegin #bók á dag fram að #Pride (eða eins mikið og ég nenni). Bók 3: Manhunt eftir Gretchel Felker-Martin. Ein hræðilegasta, skemmtilegasta og fyndnasta hrollvekja sem ég hef lesið nýlega. Um trans konur í dystópíuheimi þar sem öll með visst magn af testosteróni í blóði verða að skrímslum. Mig langaði oft að loka augunum og heyra bara hljóðin, en það er víst ekki í boði í bókum. T*RF takedown með stæl.
Operation pósta einni góðri #hinsegin #bók á dag fram að #Pride (eða eins mikið og ég nenni). Bók 2: Are You My Mother eftir Alison Bechdel. Magnað þrekvirki í formi teiknimyndasögu um samband móður og dóttur, ómóðurlegar mæður og margt fleira. Er oft sett skör lægra en Fun Home en mér finnst hún alls ekki síðri.
Operation pósta einni góðri #hinsegin #bók á dag fram að Pride (eða eins mikið og ég nenni). Bók 1: To Paradise eftir Hanya Yanagihara. Þrjár tengdar sögur um, ja, um hvað eru þær eiginlega? Löngunina eftir einhverju meira og stærra, eftir paradís. Að eiga paradís og missa hana. Að ná til paradísar sem reynist svo vera martröð og fleira í þeim dúr. Drullulöng en góð bók. Var ekki súper hrifin eftir fyrsta hlutann en hélt áfram að lesa. Seinni tveir hlutarnir voru snilld https://www.penguinrandomhouse.com/books/690262/to-paradise-by-hanya-yanagihara/
Hæ nýi framandi heimur! Ég er fertug kona í samfélagsmiðlatilvistarkreppu, of kúl fyrir Facebook en samt háð því, náði aldrei að verða kúl á Twitter en elska að lesa það sem þið hin eruð að tísta og núna baula. Bókmenntafræðingur, vinn sem lektor í íslenskum samtímabókmenntum við HÍ, hinsegin að atvinnu og í frístundum, pósta eiginlega bara myndum af hundinum mínum og stundum konunni minni. Spennandi tímar framundan … #Kynning #firsttoot #íslendingar #hinsegin #bókmenntir
#bókmenntir #hinsegin #íslendingar #firsttoot #Kynning
#hinsegin #femínistar bara að flykkjast á Loðfílinn 🤩 Verið velkomin. Ég elska ykkur öll ❤