Í íþróttakeppni er það kallað að ríða baggamuninum ef eitthvað eða einhver verður til þess að sigur næst.
Upprunalega merkingin varðar það að jafna þyngdardreifingu þegar verið er að flytja bagga.
Það væri því rökréttara að tala um að ríða baggamun ef jafntefli næst (óvænt líklega) í kappleik fyrir tilstilli einhvers.