Kári(?) · @kauree
24 followers · 19 posts · Server xn--lofll-1sat.is


Í lestinni settist á móti mér gamall kall og byrjaði að smalltalka út í loftið til að sjá hvort einhver myndi bíta á agnið. Ég tók meðvitaða ákvörðun að hunsa hann, horfði áfram á símann minn. Ungi góðlegi maðurinn við hliðina á þeim gamla gerði þau mistök að svara spjallinu. Innan örfárra mínútna var kallinn farinn að ranta um að skjóta hunda, að öll þau sem nota grímu væru fífl, og að okkur vanti öllum fyrst og fremst meiri guðsótta. Sá ekki eftir minni ákvörðun

#berlín #stórborgarlífið

Last updated 2 years ago